Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, varar við að rangar niðurskurðaraðgerðir geti leitt til enn frekari stöðnunar. Niðurskurðaraðgerðir verði að vera sérsniðnar í hverju hagkerfi fyrir sig.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt mikla áherslu á að lönd dragi úr skuldsetingu sinni sem sumir telja að gæti komið niður á hagvexti.

Viðbrögð við skuldavanda þjóða hefur verið í aðalhlutverki á World Economic Forum í Davos í Sviss. Þar var haft eftir Christine Lagarde að sum lönd verði hreinlega að ganga mjög beint til verks í niðurskurðaaðgerðum á meðan aðrir hafi smá svigrúm til að finna út hvaða leiðir henti þeim best. Þetta kemur fram á vef BBC.