Áætlanir Síldarvinnslunnar hf. (SVN) gera ráð fyrir að EBITDA þessa árs verði á bilinu 72-77 milljónir Bandaríkjadala, andvirði um 9,1-9,7 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins, og hækki úr 59 milljónum dala frá því í fyrra eða um allt að 30%. Aukninguna má einkum rekja til þess að loðna fannst á ný í ársbyrjun eftir messuföll tvær vertíðir í röð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjárfestakynningu félagsins fyrir fyrirhugaða skráningu á aðalmarkað.

Samkvæmt kynningunni og lýsingu félagsins felast helstu rekstraróvissuþættir í því ef fiskistofnar breyta göngumynstri sínu, stöðugleiki á mörkuðum erlendis, meðal annars ef til stríðsátaka kemur í Austur-Evrópu, áhrif COVID-19, pólitískur óstöðugleiki hvað fiskveiðistjórnunarkerfið varðar og breytingar á skilgreiningum á tengdum aðilum. Útboð félagsins hefst næsta mánudag.