Líf flestra íslensku bifreiðaumboðanna er nú meira og minna háð aðgerðum viðskiptabankanna og oft vegna hremminga sem eigendur rekstrarfélaganna hafa orðið fyrir í kjölfar bankahrunsins. Algjört hrun í sölu nýrra bíla hjálpar þar ekki til.

Áætlað er að umboðin eigi enn samanlagt um 2.000 til 2.500 nýja óselda bíla á lager sem standa á athafnasvæðum skipafélaganna, en þeir voru um 4.000 þegar bankahrunið dundi yfir í haust.

Ekkert bílaumboðanna kannast þó við að eiga mikið af þessum óseldu bílum þó að menn séu nokkuð sammála um heildarfjöldann.

Þessir bílar hafa hlaðið á sig vöxtum og gengishækkunum á sama tíma og bílasala er ekki talin geta staðið undir nema 10-12% vöxtum við eðlilegar aðstæður. Því hafa sumir gripið til neyðarúrræða eins og útsölu á nýjum bílum síðasta árs sem keppinautarnir gagnrýna harðlega.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .