Áhafnir lággjaldaflugfélaga fá lægri laun í átta af hverjum tíu tilvikum í samanburði við kollega sína hjá öðrum flugfélögum. Þetta kom fram á nýlegri ráðstefnu á vegum Evrópuþingsins sem bar saman kjör starfsmanna lággjaldaflugfélaga og hefðbundinna flugfélaga sem turisti.is greinir frá. Á ráðstefnunni, sem bar heitið "Pirates of the sky - the corners cut by low cost airlines", kom einnig fram að vinnuálag starfsmanna lággjaldaflugfélaga er rúmlega helmingi meira og starfsöryggi minna en hjá hefðbundnum flugfélögum.

Nýlega hefur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, gagnrýnt írska lággjaldaflugfélagið Ryanair og hefur starfsmannastefna þess einnig verið gagnrýnd af forsvarsmönnum stéttarfélaga í Svíðþjóð. Flugfélagið hefur starfsstöðvar bæði í Noregi og Svíþjóð.