Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Backman, er söluhæsta bók síðustu viku. Þetta sýna niðurstöður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Í öðru sæti er Iceland Small World eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Í þriðja sæti er svo bókin Áður en ég sofna, eftir SJ Watson. Í fjórða sæti er Lágkolvetna lífsstíllinn. Sú bók trónir reyndar á toppnum á lista yfir mest seldu bækur ársins.

Metsölulisti bókaverslana, sem Rannsóknarsetur verslunarinnar tekur saman, byggir á upplýsingum frá flestum bókaverslunum landsins og öðrum verslunum sem selja bækur (stórmörkuðum, bensínstöðvum o.fl.) .

Þessar verslanir eru eftirtaldar:
Bókabúðin Iða
Bókabúð Máls og menningar
Bóksala stúdenta
N1
A4
Penninn – Eymundsson
Verslanir Haga  (Hagkaup og Bónus)
Verslanir Kaupáss (Krónan, Nóatún og 11-11)
Verslanir Samkaupa (Nettó og Samkaup)
Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman listann fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda.

Metsölulisti 14.-27. júlí 2013.
Metsölulisti 14.-27. júlí 2013.