Angela Merkel kanslari Þýskalands hefur fallist á kröfu Jafnaðarmannaflokksins SPD um setningu lágmarkslaun í landinu. Reglurnar taka gildi í ársbyrjun 2015 og verða lágmarkslaun 8,5 evrur á klukkustund, eða 1.318 krónur. BBC greinir frá þessu.

Af 28 ríkjum Evrópusambandsins verða 21 með reglur um lágmarkslaun, eftir að Merkel hefur fengið þingið til að samþykkja lög þess efnis í sumar eða haust. Er þetta í fyrsta sinn sem Þýskaland hefur sett lög þessa efnis.

Flokkur Merkel, Kristilegir demókratar, hefur verið andsnúinn lágmarkslaunum en ákvörðun um þetta er hluti af stjórnarsáttmála við Jafnaðarmenn, SPD.

Lögin taka ekki til allra launþega. Má þar nefna lærlinga, starfsmanna í þjálfun og þeirra sem eru ráðnir í starf fyrstu sex mánuðina og hafa verið atvinnulausir lengi.