Seattle hefur greitt atkvæði um að hækka lágmarkslaun borgarinnar í 15 dali á tímann, eða tæpar 1700 krónur íslenskar.

Lágmarkslaunin verða þá hærri í Seattle en í nokkru öðru ríki Bandaríkjanna og tvöfalt hærri en lágmarkið er á landsvísu. Lágmarkið á landsvísu er 7,25 dollarar en 38 ríki hafa sett hærri mörk. Kalifornía, Connecticut og Maryland hafa nýlega sett lög til þess að hækka launin upp í 10 dali á næstu árum.

Barack Obama hefur kallað eftir því að lágmarkslaunin á landsvísu verði hækkuð upp í 10.10 dali en slík ákvörðun krefðist staðfestingar bandaríkjaþings.

BBC greindi frá.