*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 16. febrúar 2006 15:41

Lagt til að arðgreiðsla TM verði tvöfölduð

Ritstjórn

Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar verður haldinn þann 9. mars næstkomandi. Stjórn félagsins hefur lagt til að greiddur verði 1.809 milljóna króna arður til hluthafa eða 2 kr. á hlut. Til samanburðar voru greiddar 906 milljónir króna á árinu 2005 til hluthafa, eða 1 kr. á hlut.

Rétt til arðs eiga þeir sem eru hluthafar í lok aðalfundardags, arður verður greiddur út 21. mars nk.