Stjórn Actavis Group hefur boðað til hlutahafafundar þann 9. febrúar þar sem stjórnin mun leggja fram tillögur um að hækka hlutafé til að fjármagan yfirtökur og að veita heimilda gefa út hlutafé í evrum í stað íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Actavis hefur ákveðið að gera tilraun til að kaupa samheitalyfjaeiningu þýska lyfjafyrirtækisins Merck, sem er verðmetin á fjóra til fimm milljarða evra

Lagt er til að veitt verði heimild til að ákveða útgáfu A-hluta hlutafjár félagsins í evrum í stað íslenskra króna og skal stjórn jafnframt heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins sem leiða af útgáfunni, þ.á m. breyta fjárhæðum þeim sem fram koma í 2. gr. samþykkta félagsins og varða breytinguna, með sömu umreiknunaraðferð. Verði breytingin samþykkt af stjórn félagsins skal nafnverð hvers hlutar vera 0,01 evra.

Lagt er til að hlutafjáraukningin nemi 1,2 milljörðum króna að nafnvirði vegna fjármögnunar Actavis á hlutum í öðrum félögum. Heimild þessi gildir í eitt ár frá samþykkt hennar. Réttindi skulu fylgja hinum nýju hlutum frá skráningardegi hækkunarinnar. Félagsstjórn skal heimilt að ákveða að greiða megi fyrir hina nýju hluti með öðru en reiðufé. Hluthafar skulu ekki hafa forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum.