Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar leggur til við bæjarstjórn Reykjanesbæjar að Norðuráli verði veitt leyfi fyrir byggingu álvers og tengdra mannvirkja í Helguvík.

Ráðið tók í gær fyrir umsókn Norðuráls um byggingarleyfi fyrir álverið í Helguvík. Einnig var tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir kerskála í fyrsta áfanga og tengdra framkvæmda.

Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Þá kemur fram að fundað hefur verið með Vinnueftirliti ríkisins, Brunavörnum Suðurnesja og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og farið yfir þau gögn sem lögð hafa verið fram af Norðuráli.

Norðurál leggur fram öryggis- og heilbrigðisáætlun áður en framkvæmdir hefjast og skal uppfæra áætlunina með framvindu verksins, segir í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar