Betware skilaði 12,7 milljóna króna hagnaði árið 2011 og er hagnaðurinn til kominn vegna tekjufærslu á skattainneign upp á um 21,9 milljónir króna. Fyrir skatta var 9,2 milljóna króna tap á rekstri Betware, samanborið við ríflega tveggja milljóna króna hagnað fyrir skatta árið 2010.

Rekstrartap árið 2011 nam 32,4 milljónum króna samanborið við 27,8 milljóna króna rekstrarhagnað árið á undan. Rekstrartekjur drógust saman um 8,1 milljón króna og var 1.215 milljónir í fyrra. Launa- og starfsmannakostnaður jókst hins vegar um ríflega 100 milljónir króna og nam 994,7 milljónum í fyrra. Stefán Hrafnkelsson er forstjóri Betware.