Gróðrarstöðin Lambhagi hagnaðist um 67,18 milljónir króna á árinu 2013 og er það rúmlega 47% meiri hagnaður en á árinu 2012.

Ekki var greiddur arður til hluthafa á árinu en hluthafar í Lambahaga eru tveir, Hafberg sem á 75% hlut og Ásmundur Þórisson sem á 25% hlut í félaginu á móti Hafbergi.

Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins rúmum 499 milljónum króna og var bókfært eigið fé í árslok tæpar 72 milljónir króna.

Gróðrarstöðin var stofnuð árið 1979 af fjölskyldu Hafbergs Þórissonar, framkvæmdastjóra félagsins, og sérhæfir sig í framleiðslu grænmetis.