Frakkland er ekki lengur samkeppnishæft í samanburði við önnur Evrópuríki, að því er Pascal Lamy, fyrirmaður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Í frétt CNBC er haft eftir Lamy að Frakkland hafi verið að tapa samkeppnishæfni sinni á heimsmarkaði undanfarin tíu ár, en það sem meira máli skipti sé minnkandi samkeppnishæfni á Evrópumarkaði. Lamy segir að viðskiptajöfnuður Frakklands við önnur Evrópuríki hafi versnað meira en við önnur ríki í heiminum. Vandræði Frakklands sé því ekki hægt að rekja til samkeppninnar við Kína.

Lamy segir að til skemmri tíma litið verði franska ríkið að lækka skatta á fyrirtæki til að auka samkeppnishæfni þeirra og gefa þeim meira svigrúm til athafna. Hins vegar gera áform Francois Hollande, forseta Frakklands, þvert á móti ráð fyrir töluverðum hækkunum á skatta á stórfyrirtæki.