*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 30. maí 2018 10:35

Lán Brims nálgast lögboðið hámark

Ef minnihluthafar HB Granda taka tilboði Brims getur félagið ekki fengið fjármögnun frá Landsbankanum.

Ritstjórn
Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt heimildum Markaðarins, nema skuldbindingar útgerðarfélagsins Brims gagnvart Landsbankanum yfir 20% af eiginfjárgrunni bankans, eftir að bankinn fjármagnaði 22 milljarða króna kaup félagsins á ríflega þriðjungshlut í HB Granda. Bankinn vill ekki lána Brimi fyrir kaupum á stærri hlut, enda gæti þá áhætta bankans gagnvart sjávarútvegsfélaginu farið yfir 25% leyfilega hámarkið sem kveðið er á um í reglum Fjármálaeftirlitsins.

Ef minnihlutahafar HB Granda taka yfirtökutilboði Brims þarf Brim því að leita annað eftir fjármögnun.

Það kemur einnig til greina hjá Brimi að selja þriðjungshlut félagsins í Vinnslustöðinni eða félaginu Ögurvík til þess að fjármagna kaupin. Það er þó ekki til þess fallið að auðvelda kaupin, að virði hluta félagsins í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum er metið nærri tvöfalt meira í bókum félagsins en í nýlegu verðmati sem gert var á vinnslustöðinni.