Þýski ríkisbankinn KfW staðfesti við Dow Jones fréttaveituna að hann hefði lagt til meira en 500 milljónir evra  í fjárfestingar og lán til íslenskra stofnana. Nánast öll upphæðin hefur verið afskrifuð, segir í fréttinni.

KfW segist hafa lánað  288 milljónir evra sérstaklega til íslensku bankanna. Einnig hafi bankinn lánað ýmsum smærri og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum.

Bankinn rannsakar nú hvort fleiri áhættusamar skuldbindingar liggi hjá íslenskum fjármálastofnunum. Ekki hefur enn tekist að ákvarða heildar tap KfW vegna þessa.

KfW bankinn hefur einnig lagt aukið fé til áhætturáðstafana.