10 stærstu útlán Kaupþings til viðskiptavina voru samtals að verðmæti 513 milljarðar króna. Öll þessi lán voru til viðskiptavina í Bretlandi utan eins láns til aðila í Lúxemborg. Þetta kemur fram í skýrslu skilanefndar Gamla Kaupþings til kröfuhafa en fundað er með þeim í dag.

Stærsta lánið var upp á 85 milljarða króna og var til starfsemi í þjónustu. Bretland var lang fyrirferðamest í útlánum bankans en þangað fóru útlán að verðmæti 661 milljarður króna af 962 milljarða útlánum. Lán bankans til eignarhaldsfélaga námu 345 milljörðum króna.