Lán Bandarísku stofnunarinnar DFC til Kodak, fyrrum leiðtogi í filmubransanum hefur verið stöðvað tímabundið sökum dylgna um ólögmætt athæfi. Stofnunin DFC, sem áður hafði samþykkt að veita lánið, sagði að það yrði sett á bið þangað til Kodak er hreinsað af öllum ásökunum. Umfjöllun á vef WSJ.

Téð lán nam 765 milljónum dollara, andvirði 105 milljarða króna og átti að vera veitt til Kodak fyrir framleiðslu á aðföng fyrir lyfjaframleiðslu. Félagið hyggst framleiða efni sem verða notuð í samheitalyf og jafnvel lyf fyrir meðhöndlun á COVID-19 lyfi. Lán stofnunarinnar er liður í því að efla innanlands framleiðslu á lyfjum.

Sjá einnig: Verðbréfaeftirlitið rannsakar Kodak

Í kjölfarið á tilkynningu um lánið hækkuðu hlutabréf félagsins úr ríflega tveimur dollurum á hlut í 43 dollara þegar mest á lét. Hlutabréf félagsins hafa hins vegar lækkað um tæplega 45% fyrir opnun markaða og standa bréf félagsins nú í rúmlega 8 dollurum hvert.