Í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins í dag kemur fram að Rússar hafa lagt á það áherslu í viðræðum sínum við íslensk stjórnvöld að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) komi að málinu.

Rétt eins og aðrir alþjóðlegir lánveitendur þá töldu þeir stimpil sjóðsins nauðsynlegan fyrir áframhald málsins og vildu þannig fá að sjá heildstætt plan frá íslenskum yfirvöldum þegar viðræður áttu sér stað fyrr í mánuðinum.

Það er því ekki rétt sem sumir hafa haldið að hægt væri að velja annan kostinn. Rússar setja aðkomu sjóðsins sem skilyrði fyrir lánveitingu rétt eins og aðrir.

Þegar náðist samband við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um tölvupóst í gær var hann staddur á ráðstefnu í  Washington um norðurheimskautið, orku og loftslagsbreytingar.

Hann telur gott að lán frá Rússum sé innan aðgerðaráætlunar IMF: „Ég flutti fyrirlestur um málið og minntist á tilboð Rússa um lán og sagði málið enn til umræðu en nú innan IMF-ramma sem væri gott."

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .