Lán til fram­færslu ís­lenskra náms­manna er­lend­is munu lækka um allt að 20% á næsta skóla­ári sam­kvæmt nýj­um út­hlut­un­ar­regl­um Lána­sjóðs ís­lenskra náms­manna, LÍN, sem tóku gildi 1. apríl. Formaður SÍNE, Sam­bands ís­lenskra náms­manna er­lend­is, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag niður­skurð hjá LÍN allt of lengi hafa bitnað á nem­um sem sæki há­skóla­nám er­lend­is.

Jó­hann Gunn­ar Þór­ar­ins­son, formaður SÍNE, segir það furðulega þróun að skera niður fram­færslu­lán til fólks sem er að ná sér í sér­fræðiþekk­ingu er­lend­is. Segir hann jafnframt að næsta skref SÍNE sé að safna reynslu­sög­um hjá fólki og und­ir­skrift­um og mót­mæla þess­um nýja niður­skurði.

Undir þetta tekur Sigrún Dögg Kvar­an, sem sit­ur í stjórn SÍNE. Segist hún ít­rekað hafa reynt að fá viðbrögð frá ráðuneyt­inu en eng­in svör fengið. Sigrún tek­ur dæmi af hjón­um með tvö börn sem bæði eru í námi í Svíþjóð. Þau eru að upp­lifa niður­skurð á fram­færslu­láni þriðja árið í röð, sam­an­lagt 40%.

Fjallað er um fjárhagsstöðu LÍN í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.