Lán til heimila landsins höfðu verið færð niður um 163,6 milljarða krona frá bankahruni og fram í ágúst á þessu ári. Þetta jafngildir því að lánin hafi verið færð niður um 21,4 milljarða króna frá júlílokum. Þetta kemur fram í samantekt Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) um skuldaaðlögun heimilanna. Skuldaaðlögunin nær til aðildarfélaga SFF, Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða.

Samkvæmt samantekinn nam niðurfærsla húsnæðislána í ágúst tæpum 22 milljörðum króna.

Þá námu niðurfærslur húsnæðislána í ágúst 8,6 milljörðum króna vegna 110% leiðarinnar og um 13,4 milljörðum vegna endurútreiknings. Heildarafskriftir vegna 110% leiðarinnar nema nú samtals 27,2 milljörðum króna.