Lán til viðskiptavina Arion banka námu 678.807 milljónum króna í lok 9 mánaða uppgjörs og höfðu aukist um 31.299 milljónir króna frá áramótum.

Lán til fyrirtækja hafa aukist umtalsvert frá áramótum en þau eru aðallega til fasteignaframkvæmda, flutninga- og ferðaþjónustu og sjávarútvegs samkvæmt afkomutilkynningu bankans. Lán til einstaklinga hafa lækkað nokkuð en það er fyrst og fremst vegna leiðréttingar ríkisins snemma á árinu. Aukning hefur þó verið á nýjum útlánum til einstaklinga, bæði lánum til íbúðakaupa og öðrum lánum, eftir því sem liðið hefur á árið.

Nánar er fjallað um uppgjör Arion banka í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .