Seðlabankar í Suður-Ameríku, hafa samþykkt að veita þriggja ára lán til Venesúela. Lánsupphæðin nemur 482,5 milljörðum dollara.

Sameiginlegur sjóður suðuramerískra seðlabanka, hefur samþykkt að veita Venesúela 482,5 milljarða dollara lán. Lánið er til þriggja ára og á að hjálpa seðlabanka Venesúela að koma á efnahagslegum stöðugleika í landinu. Mikil ólga hefur ríkir í landinu, enda hefur verið ólag á peningastefnu og pólitík.

Aðilar sjóðsins eru seðlabankar Bólivíu, Kólumbíu, Kosta Ríka, Ekvador, Paragvæ, Perú, Úrúgvæ og Venesúela. Hvergi í heiminum er skuldatryggingarálag jafn hátt og á skuldatryggingar (e. credit-default swaps) á venesúelskum skuldabréfum. Markaðir telja núna 50% líkur á því að landið geti ekki greitt af skuldum sínum.