*

föstudagur, 17. september 2021
Innlent 25. mars 2018 13:09

Lána fyrir jólum og brúðkaupum

Allir starfsmenn Framtíðarinnar eru kvenkyns en félagið starfar eingöngu á netinu.

Ingvar Haraldsson
Vala Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Framtíðarinnar.
Haraldur Guðjónsson

Lánasjóðurinn Framtíðin hefur hingað til boðið upp á þrenns konar lán, námslán, húsnæðislán og svo almenn lán fyrir allt að einni milljón króna. Meðal þeirra möguleika sem gefnir eru upp sem ástæður lána eru brúðkaup, jólin, læknisþjónusta, framkvæmdir eða viðhald á bíl eða fasteign, ferðalög, flutningar, eða kaup á bifreið. Hins vegar sé mörgum lánaumsóknum hafnað. „Við viljum fá til okkar góða lántaka, erum því með nokkuð stífar kröfur um lánshæfismat og veljum þannig úr,“ segir Vala Halldórsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Framtíðarinnar, 

Starfa eingöngu á netinu

Stefna Framtíðarinnar er að bjóða þjónustu sína eingöngu á netinu. „Hugsunin er að að vera algjörlega rafræn sem gefur okkur mjög mikið svigrúm og koma inn á svið þar sem önnur fyrirtæki eru ekki að bjóða lán til að hjálpa neytendum þar,“ segir Vala „Við gerum allt til að halda mjög lítilli yfirbyggingu og geta þannig hreyft okkur hraðar og bjóða betri kjör og þjónustu,“ segir Vala. Allir þrír starfsmenn fyrirtækisins, eru kvenkyns. „Það var ekki endilega stefnan en æxlaðist þannig,“ segir Vala.

 „Við reynum að hafa þetta öðru vísi. Oft er ferlið langt og mikið pappírsflóð sem fylgir lánaumsóknum. Auðvitað eru lög sem skylda okkur til að gera ákveðið en við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma öllu öðru í skilvirkara ferli,“ segir Vala. „Þetta á að vera skýrt og gegnsætt feril. Fasteignakaup gerast oft mjög hratt. Þannig að sá sem er að styðja þig í þessu þarf líka að geta hreyfa sig hratt.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: GAMMA Framtíðin