Norska flugfélagið Norwegian Air hefur fengið samþykki skuldabréfaeigenda fyrir umbreytingu 1,2 milljarða dala – um 174 milljarða króna – virði af skuldabréfum í hlutafé, til að bjarga lausafjárstöðu félagsins, sem öðrum kosti er sagt verða uppiskroppa með lausafé um miðjan mánuðinn. Reuters segir frá .

Samkvæmt samningnum eignast leigusalar og skuldabréfaeigendur bróðurpart félagsins, en það hefur eins og önnur flugfélög lent í miklum erfiðleikum eftir að kórónufaraldurinn skall á og flugsamgöngur svo til lögðust af.

Skuldabréfaeigendur höfnuðu upphaflega áætlun Norwegian á föstudag, en í gær segist félagið hafa tryggt sér samþykki allra stærstu lánveitenda með breytingum á skilmálum hennar.

Næsta skref er nú að tryggja samþykki leigusala og hluthafa, en aðalfundur félagsins fer fram síðar í dag.