*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 8. október 2014 08:01

Lánagreiðslur RÚV nema 593 milljónum á ári

Ríkisútvarpið hefur tekið 1,4 milljarða króna lán á tveimur árum á 7,35% vöxtum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Lántaka Ríkisútvarpsins (RÚV) síðustu þrjú ár hafa gert það að verkum að stofnunin hefur ekki getað staðið í skilum með afborganir. Nemur lántakan á tímabilinu 1,4 milljörðum króna og eru vextir af þeim 7,35%. Morgunblaðið greinir frá málinu.

RÚV greiðir 380 milljónir króna af skuldabréfi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins á ári, og greiðir jafnframt 80 milljónir króna af láni frá Landsbankanum. Árlegur vaxtakostnaður nemur 183 milljónir króna. 

„Ef ekki verða neinar breytingar er ekki hægt að nálgast það öðruvísi en að breyta hlutverki Ríkisútvarpsins og draga úr þeirri þjónustu sem það veitir. Ég hef aldrei verið þeirrar skoðunar að RÚV eigi að vera allt fyrir alla öllum stundum," sagði Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær.