Fáni Portúgal blaktir við hún.
Fáni Portúgal blaktir við hún.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Portúgalska ríkið þurfti að greiða hærri vexti við sölu á skammtímaskuldabréfum í dag. Aukinn vaxtakostnaður er rakinn til ákvörðunar matsfyrirtækisins Moody's um að lækka lánsæhifseinkunn ríkissjóðs landsins. Að mati Moody's hafa líkur á að þörf sé á frekari björgunaraðgerðum fyrir Portúgal aukist. Einkunnir portúgalska ríkisins eru nú í ruslflokki hjá Moody's.

Financial Times greinir frá í dag. Vextir í skuldabréfaútboði á þriggja mánaða ríkisvíxlum í dag voru 4,926% samanborið við 4,863% í svipuðu útboði sem haldið var 15. júní síðastliðinn.