Kaupendur gjaldeyris í útboðum Seðlabanka Íslands geta selt ríkissjóði ríkisvíxla með gjalddaga fyrir árslok 2013 til fjármögnunar á gjaldeyriskaupum. Þetta kemur fram í tilkynningu Lánamála ríkisins sem birt var 28.mars 2011. Þann 23. maí tilkynntu Lánamálin kjörin sem buðust kaupendum gjaldeyris í fyrsta útboðinu sem var haldið í gær, 7. júní.

Lánamál ríkisins fyrir hönd ríkissjóðs keyptu að nafnverði ríkisskuldabréf í flokki RIKB 11 0722 fyrir 300 milljónir króna.

Ríkisverðbréfin þurfa að berast Lánamálum fyrir klukkan 11:00 þann 10.júní. Greiðslur eiga sér stað eftir afhendingu bréfanna og ekki seinna en klukkan 16:00 sama dag.