Lánardrottnar Guðmundar Péturs Davíðssonar fengu rétt rumar 971 þúsund krónur upp í 688,5 milljóna króna kröfur í þrotabú hans. Guðmundur var starfsmaður gamla Landsbankans og fékk hann og hlutafélag hans Brimholt um 800 milljónir króna af þeim tveimur milljörðum króna sem gamli bankinn lánaði starfsmönnum fyrir hrun, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis . Tekið er sérstaklega fram í rannsóknarskýrslunni að Guðmundur er bróðursonur Björgólfs Guðmundssonar, sem var einn af aðaleigendum Landsbankans og formaður bankaráðsins.

Guðmundur var úrskurðaður gjaldþrota í héraðsdómi Reykjaness 20. september í fyrra og lauk skiptum þrotabúsins 23. október síðastliðinn. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að engar forgangskröfur voru í búið. Almennar kröfur hljóðuðu upp á tæpar 689 milljónir króna. Sú tæpa milljón sem fékkst upp í kröfur jafngilda 0,00141068% heimtum.