„Ein af grunnreglum okkar er að lána ekki peninga út nema þá sem eru komnir í hús. Nú er lausafjárstaðan rúm og því ákváðum við að hætta við útboðið,“ segir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga.

Óttar Guðjónsson
Óttar Guðjónsson
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)

Lánasjóðurinn hafði áætlað að halda næsta útboð í flokk LSS150224 á morgun, 25. nóvember. Af því verður ekki og er þetta í fyrsta sinn sem sjóðurinn hættir við útboð áður en af því varð. Stundum hefur sjóðurinn ákveðið að taka lægri tilboðum en stefnt var að, fjárfestum til lítillar gleði.

Óttar segir sveitarfélögin sækja sér minna lánsfé til Lánasjóðsins en fréttir af stöðu þeirra gefi tilefni til. Staða þeirra flestra sé almennt góð þótt ekki megi útiloka að einhver þeirra sæki sér lánfé eftir öðrum leiðum, svo sem í bankakerfinu.

Næsta útboð Lánasjóðsins er áætlað daginn fyrir Þorláksmessu, 22. desember næstkomandi.