Lánasjóður sveitarfélaga var með skuldabréfaútboð í tveimur skuldabréfaflokkum (LSS150224 og LSS150434) í gær.

Alls bárust tilboð að nafnvirði 570 milljóna króna í 224 flokkinn á bilinu 2,229% til 2,36%. og var tilboðum fyrir 520 milljónir tekið. Í 424 flokkinn bárust tilboð upp á 1.030 milljónir króna á bilinu 2,85% til 3,00% og var tilboðum tekið fyrir 590 milljónir króna.

Heildarstærð fyrrnefnda flokksins er nú 29,4 milljarðar króna og síðarnefndi flokkurinn er nú 2,4 milljarðar að stærð.