Ákveðið var á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga að greiða skyldi 408 milljónir króna í arð vegna rekstrarársins 2012. Eigendur sjóðsins eru íslensk sveitarfélög og er Reykjavíkurborg stærsti hluthafinn með 17,47% hlutafjár. Þrjú önnur sveitarfélög eiga yfir 5% hlut í sjóðnum, Vestmannaeyjabær, Kópavogsbær og Akureyrarkaupstaður.

Hagnaður sjóðsins í fyrra nam 816 milljónum króna og er því helmingur arðsins greiddur út sem arður. Er þetta í samræmi við arðgreiðsluna í fyrra, en þá var greiddur út 475 milljóna króna arður vegna ríflega 951 milljóna króna hagnaðar árið 2011.

Reykjavíkurborg fær 71,3 milljónir í sinn hlut af arðinum í ár og önnur sveitarfélög fá á bilinu 816.000 til 23,7 milljónir króna í sinn hlut.