Í nýrri skýrslu Fjármálaeftirlitsins um ársreikninga fjármálafyrirtækja fyrir árið 2007 kemur fram að heildareignir 36 lánastofnana hafi í síðasta árs numið 13.194 milljörðum króna. Reikna má með að sú tala hafi hækkað ansi hressilega nú, en krónan hefur veikst um meira en þriðjung á þessu ári og í dag lokaði gengisvísitalan í sínu hæsta gildi frá upphafi.

Samanlagður hagnaður þeirra lánastofnana sem skýrslan tekur til var á síðasta ári ríflega 173 milljarðar króna. Undir skilgreininguna ‚lánastofnanir‘ falla viðskiptabankar, sparisjóðir og lánafyrirtæki.

Samanlagaðar eignir verðbréfa- og fjárfestingasjóða er um það bil helmingur heildareigna lánastofnananna, eða um 682 milljarðar í árslok 2007, sem er ríflega helmingur vergrar landsframleiðslu þess árs.

Talsvert hefur verið rætt og ritað um uppsagnir í fjármálageiranum í kjölfar niðursveiflu á fjármálamörkuðum. Í skýrslu FME kemur fram að stöðugildi hjá fjármálafyrirtækjum í árslok 2007 hafi alls verið 5.890.