Mest seldi bíllinn árið 2008 var Land Cruiser 120 en 485 bílar af þeirri gerð voru skráðir á síðasta ári. Í öðru sæti er Yaris með 478 nýskráningar.   Af tíu vinsælustu fólksbílunum hér á landi á síðasta ári eru fimm frá Toyota. 9.026 nýjar fólksbifreiðar voru skráðar á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu. Þar af voru 2.311 frá Toyota eða 25,6% segir í samantekt frá Toyota.

1.234 nýjar sendibifreiðar voru skráðar á síðasta ári. Þar er Toyota Hilux í fyrsta sæti, en 181 bifreið var skráð á síðasta ári. Hlutdeild Toyota í þessum flokki er 23,9%

Þetta er 19. árið í röð sem Toyota er mest seldi bíllinn á Íslandi og hefur Toyota á Íslandi fengið viðurkenningu frá Toyota Motor Corporation fyrir að selja flestar fólks- og sendibifreiðar á síðasta ári, sem og flestar bifreiðar samanlagt.  Er þetta þriðja árið í röð sem Toyota á Íslandi fær þessa viðurkenningu segir í frétt félagsins.

75 nýjar Lexus bifreiðar voru skráðar árið 2008, en Lexus er í eigu Toyota og eru Lexusbifreiðar fluttar inn af Toyota á Íslandi.  Samanlagt eru nú um 50.000 Toyota- og Lexusbifreiðar í notkun á Íslandi.  Þar af eru um 1.000 Lexusbifreiðar.

Ekki er búist við jafn mikilli bílasölu á þessu ári og 2008, en þó hefur sala á Toyota bílum verið nokkuð lífleg á fyrstu dögum ársins. 23 fólksbílar hafa selst í janúar og þar af eru 11 frá Toyota.

15 vinsælustu fólksbílarnir árið 2008:

Tegund Undirtegund Fjöldi

1 TOYOTA LAND CRUISER 120 485

2 TOYOTA YARIS 478

3 SKODA OCTAVIA 410

4 TOYOTA AURIS 289

5 TOYOTA RAV4 280

6 SUBARU LEGACY 255

7 TOYOTA LAND CRUISER 200 201

8 SUZUKI GRAND VITARA 193

9 HONDA CR-V 188

10 HYUNDAI GETZ 173

11 NISSAN QASHQAI 170

12 TOYOTA AVENSIS 170

13 HYUNDAI I 30 165

14 SUBARU FORESTER 164

15 TOYOTA COROLLA 164