Breski bílaframleiðandinn Land Rover kynnti glænýjan bíl, Range Rover Evoqe, á bílasýningu í Los Angeles í dag (2010 Los Angeles Auto Show). Um er að ræða fimm dyra lúxusjeppa sem er gjörólíkur öðrum jeppum sem komið hafa úr smiðju Land Rover.

Með þessum nýja bíl er fyrirtækið að fylgja eftir mikilli söluaukningu í Bandaríkjunum en þar jókst  sala á bílum frá Land Rover um 23% á árinu 2009. Verður bíllinn sá umhverfisvænsti sem Land Rover hefur nokkru sinni smíðað.

Phil Opham, framkvæmdastjóri Land Rover, sagði á kynningunni að stöðugur vöxtur hafi verið í sölu á bílum fyrirtækisins í Bandaríkjunum síðustu 14 mánuðina.  Þá hafi milljónasti Range Rover bíllinn runnið af færibandi verksmiðjunar í Englandi á fyrrihluta nóvembermánaðar. Gat hann þess einnig að á þessu ári eru 40 ár síðan Range Rover kom fyrst á markað.