Vinsælasta fréttin á heimasíðu Washington Post um þessar mundir fjallar um efni sem að flestir Íslendingar kannast vel við. Þar er fyrirsagnarpunkturinn sá að Píratar séu við það að taka við stjórnartaumunum í landi víkinga. Hægt er að lesa ítarlega frétt Washington Post þessa efnis hér .

Þar er Pírötum lýst sem samblandi af anarkistum, hökkurum, frjálshyggjumönnum og internetlúðum. Þar er einnig tekið fram að Píratar vilji gera Íslandi líkara Sviss og að flokkurinn vilji bjóða Edward Snowden pólitískt hæli.

Píratar brátt konungar

Washington Post tekur einnig fyrir nafn flokksins og í greininni er ritað; „Í landi víkinganna, þá verða Píratarnir brátt konungar.“

Rætt er um Pírata sem birtingarmynd þess um hversu langt fólk sé langt til þess að afneita hinum „hefðbundnu stjórnmálum.“ Þar er sagt að flokkurinn hallist hvorki til hægri né vinstri - en heldur sem róttæka hreyfingu sem að taki mið af báðum stefnum, en vilji „endurræsa lýðræðið.“ Haft er eftir Birgittu Jónsdóttur að fólki vildi alvöru breytingar.