*

mánudagur, 13. júlí 2020
Erlent 19. nóvember 2019 09:01

Landa 30 milljarða dollara pöntunum

Airbus hefur tryggt sér 30 milljarða dollara eftir að Emirates og Air Arabia lögðu inn pöntun á samtals 170 flugvélum.

Ritstjórn

Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur tryggt sér 30 milljarða dollara eftir að arabísku flugfélögin Emirates og Air Arabia lögðu inn pöntun á samtals 170 flugvélum. BBC greinir frá þessu.

Á öðrum degi flugsýningarinnar í Dubai (Dubai Air Show) greindi Emirates frá því að að félagið hafi í hyggju að kaupa 50 Airbus A350-900 XVB flugvélar, en umræddar vélar eru með óvenju breiðan skrokk. Listaverð vélanna er um 16 milljarðar dollarar.

Skömmu síðar greindi lággjaldaflugfélagið Air Arabia frá því að félagið hefði pantað 120 Airbus A320 flugvélar og ku listaverð vélanna vera um 14 milljarðar dollara.

Í frétt BBC segir þó jafnframt að búast megi við að flugfélögin fái afslátt af listaverðinu, vegna stærðar pantananna.  

Stikkorð: Airbus Emirates Air Arabia