Afli íslenskra fiskiskipa var tæplega 62 þúsund tonn í júní 2020. Botnfiskafli jókst um 23%. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar .

Segir í fréttinni að þorskafli hafi verið um 35 þúsund tonn, 6355 tonnum meira en árið áður. Tæpum 22,3 þúsund tonnum af uppsjávarafla var landað í júní 2020. Megin uppistaða þess afla var kolmunni, um 13,5 þúsund tonn og makríll 7 þúsund tonn. Enginn uppsjávarafli veiddist í júní í fyrra. Einnig varð aukning í flatfiskafla um 54% og í skelfiskafla um 14%.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá júlí 2019 til júní 2020 var rúmlega 999 þúsund tonn sem er 7% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.