Kröfum Reykjavíkurborgar um að afréttur Seltjarnarneshrepps til forna teljist hluti af borgarlandi Reykjavíkur hefur verið hafnað samkvæmt úrskurði Héraðsdómi Reykjavíkur.

Er innan staðarmarka Kópavogsbæjar

Var dómur þess efnis kveðinn upp á föstudaginn 5. ágúst síðastliðinn, en hann kemst þannig að sömu niðurstöðu og Óbyggðanefnd árið 2014. Komst nefndin þá að þeirri niðurstöðu að afréttur Seltjarnarneshrepps til forna væri innan staðarmarka Kópavogsbæjar.

Var svæðið úrskurðað þjóðlenda með dómi Hæstaréttar árið 2009, svo landið er því nú í eigu íslenska ríkisins, en innan staðarmarka Kópavogsbæjar.

Samkvæmt úrskurði Óbyggðarnefndar er svæðið afmarkað sem hér segir:

„Frá Sýslusteini austan Lyklafells eftir árfarvegi Lyklafellsárinnar fyrir sunnan Lyklafell og niður í Nautapoll. Úr Nautapolli meðfram heiðarbrún í vatnsfarveginn við norðurenda Vatna-ássins. Úr því ræður norður Lyklafellsárinnar þangað til hún fellur í Fossvallaá. Syðsta kvíslin af Fossvallaám frá Lækjarmóti, sem rennur frá bænum, ræður upp að þúfu sem stendur í Holtstanga fyrri neðan Neðrivötn, þaðan til útsuðurs í mógrýtisklett með rauf í, er snýr suður, þaðan í Sandfellshnjúk. Þaðan til norðvesturs í suðvesturhorn á Selfjalli og þaðan í Markhól ‚úr Markól í Húsfell, þaðan í Þríhnjúka og áfram í Bláfjallahorn. Síðan eftir hæstu tindum Bláfjalla í stöpul á Vífilsfelli. Þaðan í fyrrgreindan sýslustein.“