Nýjar reglur um landamæraeftirlit milli Danmerkur og Svíþjóðar tóku gildi í nótt. Reglurnar taka til lesta, rúta og farþegarflugvéla sem ferðast milli landanna.

Landamæraeftirlit mun nú vera á síðustu lestarstöðinni, Danmerkurmegin, áður en farið er yfir Eyrasundsbrúna. Allir farþegar þurfa nú að skipta um lest og sæta landamæraeftirliti áður en þeir halda yfir brúnna, en áður ferðuðust lestir beint yfir brúnna.

Noregur, Finnland, Danmörk og Svíþjóð hafa undanfarið hert mikið reglur um innflytjendur og landamæragæslu. Þetta er töluverð stefnubreyting í samskiptum landanna, en á síðustu áratugum hefur markvisst verið unnið að því að draga úr hömlum á ferðalögum innan Norðurlandanna.