Rolls-Royce hefur náð að festa samning við Airbus að verðmæti fimm milljörðum bandaríkjadollara (um 620 milljörðum íslenskra króna) til að sjá flugvélaframleiðandanum fyrir þotuhreyflum vegna fimmtíu nýrra Airbus þotna sem hafa verið pantaðar af bandariska flugfélaginu Delta.

Samningurinn kemur sér vel fyrir Rolls-Royce sem gaf frá sér afkomuviðvörun í síðasta mánuði eftir að verð hlutabréfa fyrirtækisins fór hríðlækkandi í kjölfar dræmrar eftirspurnar og erfiðra efnahagslegra aðstæðna. Þá hefur fyrirtækið gengið í gegnum umtalsverðan niðurskurð upp á síðkastið þar sem það neyddist til að segja upp 2.600 starfsmönnum.

Nánar er fjallað um samninginn á vef The Guardian.