Áform leigutaka sem reka veitingastaðinn Svörtufjöru við Reynisfjöru í Mýrdalshreppi um að hefja gjaldtöku á bílastæðum við veitingastaðinn komu flatt upp á aðra land­eig­end­ur þegar þau voru til­kynnt í gær.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir einn land­eig­enda, Bryn­dís Harðardótt­ir, að á þriðja hundrað manns eigi landið við Reyn­is­fjöru í sam­eign en eins og fram hef­ur komið er fjar­an vin­sæll áfangastaður ferðamanna.

„Þeir eru með leigu­samn­ing á bíla­stæðinu og reka Svörtu­fjöru. En það hef­ur eng­inn fund­ur verið hald­inn af hálfu rekst­araðila um málið,“ seg­ir Bryn­dís. Hún seg­ir það ekki víst að land­eig­end­ur séu á móti þessu en það hljóti að vera sjálf­gefið að halda fund með land­eig­end­um áður en farið sé í þessa veg­ferð.