Landfestar ehf., fasteignafélag í eigu Nýja Kaupþings, hefur keypt Borgartún 26 af Þyrpingu hf. Húsið er samtals 12.800 fermetrar auk þriggja hæða bílakjallara. Það er ekki fullklárað.

Jónas Þór Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Landfesta, segir að ekki standi til að selja húsnæðið heldur leigja það út. Um 45% húsnæðisins er nú í útleigu.

Jónas Þór  vill ekki gefa upp kaupverðið. Það sé þó umtalsvert lægra en áður hafi viðgengist á markaðnum. „Verkefnið framundan er að koma húsnæðinu í fulla nýtingu," segir hann í samtali við Viðskiptablaðið.

Þyrping er fasteignafélag, sem áður var í eigu Landic Property hf. og FL Group hf. Nú er það alfarið í eigu Nýja Kaupþings.

Sjá má upplýsingar um húsið hér.