Landic Property var rekið með  2,5 milljarða króna hagnaði eftir skatta í fyrra á móti 11,4 milljarða hagnaði árið 2006 en tekið skal sérstaklega fram að rekstraruppgjör síðasta árs telur tólf mánaða rekstur Stoða og rekstur Keops frá 3. september 2007 og allur samanburður á rekstrartekjum og -gjöldum milli ára því hæpinn.

Minni hagnaður Landic Property skýrist einkum af því að uppfærsla á verðmæti eigna og söluhagnaður snarféll milli ára vegna verri aðstæðna á fasteignamörkuðum árið 2006 - en þá hækkuðu fasteignir mjög mikið í verði - skilaði matsbreytinga fjárfestingaeigna og söluhagnaður félaginu 16,7 milljörðum króna en aðeins 6,8 milljörðum í fyrra eða nær tíu milljörðum minna þótt verðmæti fastafjármuna Landic Property hafi farið úr 151,8 milljörðum í lok ársins 2006 í 399 milljarða nú um áramótin.

Nánar verður fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun.

Áskrifendur geta frá klukkan 21:00 í kvöld lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .