Hlutahafafundur, sem haldinn var í dag, samþykkti að veita stjórn Landic Property heimild til áframhaldandi stefnumótunarvinnu og endurskipulagningar á rekstri félagsins.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að endurskipulagningin getur m.a. leitt til sölu eigna sem ekki falla að nýrri stefnu félagsins en heimildin gildir út árið 2009.

Eins og fram kom í tilkynningu frá félaginu þann 5. desember sl. þá vinnur félagið að stefnumótun vegna mjög erfiðra rekstrarskilyrða.

Þá verður stjórnarmönnum félagsins fækkar úr sjö í fimm.