Sjónir stjórnenda Landic Property eru greinilega farnar að beinast meira í austurátt því að félagið á tíu fasteignir í stærstu borgum Finnlands, alls um 50 þúsund fermetra að flatarmáli, en langstærsti leigutakinn er Nordea bankinn.

Greinilegt er að stjórnendur Landic Property hafa áhuga á að eignast fleiri fasteignir þar í landi, auk þess sem ekki er laust við að augu þeirra hvarfli í auknum mæli út yfir sjóinn til nágrannalandanna handan við Eystrasaltið.

Nánar er fjallað um málið á forsíðu Viðskiptablaðsins í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .