Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Landic Property, hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri félagsins.

„Samstarf mitt við stjórn og hluthafa hefur verið einstaklega gott og enginn ágreiningur verið umþá stefnu sem unnið hefur verið eftir. Ég vil einnig þakka starfsfólki Landic Property fyrir mjög góð, ánægjuleg og árangursrík samskipti," segir Skarphéðinn í tilkynningu félagsins.

Landic Property hefur sagt upp um 20-25 starfsmönnum í Danmörku og þá var einnig nokkrum starfsmönnum á skrifstofu félagsins hér á íslandi sagt upp nú um mánaðamótin.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er staða félagsins mjög erfið um þessar mundir enda og ekkert hægt að fullyrða um framhaldið enda eru erlendir lánveitendur nánast ófáanlegir til þess að lána íslenskum félögum sem eru með starfsemi í öðrum löndum sem hefur m.a þegar birst í gjaldþroti bæði Sterling og Merlin í Danmörku.

Fjármögnun Landic Property er því óvissu og þá einnig vegna hruns bankanna hér heima en bæði Glitnir og Landsbankinn eiga nú stóran hlut í Landic Property.