Skáldsagan Eldar kvikna eftir bandaríska rithöfundinn Suzanne Collins var vinsælasta lesning landsmanna í kiljuformi í sumar. Þetta er önnur sagan sem þýdd hefur verið í sagnabálkinum um hina svokölluðu Hungurleika. Fyrsta bókin í flokknum, Hungurleikarnir, voru næstvinsælasta bókin í sumar, samkvæmt samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda. Samantekin nær yfir tímabilið 3. júní til 11. ágúst.

Í þriðja sæti kiljulistans var spennusagan Dauðadjúp eftir sænska höfundinn Åsa Larsson.

Á lista yfir 20 mest seldu kiljur sumarsins eru sex íslenskir höfundar. Unnur Birna Karlsdóttir er þar efst  í 10. sæti með bókina Það kemur alltaf nýr dagur sem er fyrsta bók höfundar. Í næsta sæti þar á eftir er bókin Little book of the Icelanders eftir Öldu Sigmundsdóttur.

Þá eru á listanum bækur eftir 13 konur og aðeins fjóra karla.

Hér er listinn í heild sinni:

  • Eldar kvikna Suzanne Collins Forlagið - JPV útgáfa
  • Hungurleikarnir Suzanne Collins Forlagið - JPV útgáfa
  • Dauðadjúp Asa Larsson Forlagið - JPV útgáfa
  • Sumarhús með sundlaug Herman Koch Forlagið - JPV útgáfa
  • Konan sem hann elskaði áður Dorothy Koomson Forlagið - JPV útgáfa
  • Hin ótrúlega pílagrímsganga Rachel Joyce Bjartur
  • Fórnardauði Lee Child Forlagið - JPV útgáfa
  • Það kemur alltaf nýr dagur Unnur Birna Karlsdóttir Bjartur
  • Little book of the Icelanders Alda Sigmundsdóttir Forlagið - Vaka-Helgafell
  • Prinsessuhöllin Brenda Apsley Forlagið - JPV útgáfa
  • Má ekki elska þig Jenny Downham Forlagið - JPV útgáfa
  • Englasmiðurinn Camilla Läckberg Uppheimar
  • 55 sannar íslenskar Guðríður Haraldsdóttir Birtingur útgáfufélag ehf
  • Leikarinn Sólveig Pálsdóttir Forlagið - JPV útgáfa
  • Korter Sólveig Jónsdóttir Forlagið - Mál og menning
  • Snjókarlinn Jo Nesbø Uppheimar
  • Djöflastjarnan Jo Nesbø Uppheimar
  • Ég er Zlatan Ibrahimovic David Lagercrantz Draumsýn
  • Krossgötur Liza Marklund Uppheimar
  • Hetjur og hugarvíl Óttar Guðmundsson Forlagið - JPV útgáfa