Heildarvelta innlendra greiðslukorta nam 100,8 milljörðum króna í desember síðastliðnum og jókst um 2,7% frá sama mánuði árið áður. Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun sem birtar voru í morgun.

Velta innlendra debetkorta nam 48,1 milljarði og lækkaði um 3,3% milli ára á meðan velta innlendra kreditkorta nam 52,7 milljörðum og jókst um 8,9% frá sama mánuði árið 2018

Heildarvelta innlendra greiðslukorta nam 1.074 milljörðum króna á árinu 2019 og jókst um 4% milli ára.

Velta erlendra greiðslukorta nam 13 milljörðum króna á Íslandi í desember 2019 og dróst saman um 10,4% milli ára. Heildarvelta erlendra greiðslukorta hérlendis á árinu nam 236,3 milljörðum króna og dróst saman um 8,2% milli ára.