Ef litið er á þróunina í áfengissölu sumarsins eru góðar líkur á að nýtt met verði slegið fyrir þessa verslunarmannahelgi. Þetta kemur fram á vef ÁTVR en þar er tekið fram að veðurspá hafi nokkur áhrif á áfengissöluna vikuna fyrir verslunarmannahelgi.

Núverandi met er ekki gamalt en það var sett í fyrra þegar 128 þúsund viðskiptavinir lögðu leið sína í ÁTVR í vikunni fyrir verslunarmannahelgina. Þá seldust tæplega 727 þúsund lítrar af áfengi. Að jafnaði er áfengissalan í þessari viku um 50-60% meiri en aðrar helgar í júlí. Flestir viðskiptavinir koma á milli klukkan 16 og 18 á föstudeginum fyrir þessa mestu ferðahelgi ársins. Í fyrra komu 13 þúsund manns í verslanir ÁTVR á þessum tveimur tímum.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .