Landlæknir birti í dag tilmæli á heimasíðu sinni þar sem hann segir:

„Til samræmis við túlkun heilbrigðisyfirvalda í nágrannalöndunum um að BDMS-hneigðir verði ekki taldar til sjúkdóma mælist landlæknir til þess að eftirfarandi ICD-10 sjúkdómsgreiningar verði ekki notaðar í því skyni hér á landi:

  • Tvíhverf klæðskiptahneigð (F64.1)
  • Blætisdýrkun (F65,0)
  • Blætisdýrkun klæðskiptagerðar (F65.1)
  • Sadómasókismi (F65.5).“

Tilkynningin er í tilefni af bréfi sem BDSM samtökin sendu landlækni í september sl. en þar kom fram að Ísland væri eina ríkið sem skilgreindi BDSM-hneigðir sem geðsjúkdóm. BDSM samtökin hvöttu landlækni til að hneigðirnar yrðu teknar af sjúkdómaskrá.